Hann segist elska hana en hún er ekki tilbúin

     Þessi dagur er á enda og það er gott.  Ég fór nokkuð vel í gegnum hann og þrátt fyrir einbeittan vilja gat ég ekki staðið við neitt af því sem ég lagði upp með nema þá kannski það að vera órakaður eins og þýskur handakriki.  Því miður brosti ég, gerði að gamni mínu, hreytti ekki leiðindum í neinn, bölsótaðist ekki einu sinni út í umferðina eða veðrið þótt mér hafi ekki líkað það.  Er meira að segja ekki frá því að fólki hafi líkað vel við mig því ég var í því að hjálpa fólki í dag og endaði með sambands-og ástarráðgjöf og það er mér með öllu óskiljanlegt.  Í mig hringdi vinkona sem búinn er að vera í sambandi við einstæðan föður í dálítinn tíma,  búin að fara í sumarbústaðarferð með honum en nú vill hann fá eitthvað á móti, hún er á bremsunni og vill kannski ekkert meira segir hún.  Hann segist elska hana en hún er öll bara dofin og vill ekki segja þessi stóru orð því hún veit ekki hvað hún vill.   „Hvað á ég að gera?“  spurði hún mig og kórónaði það svo með því að spyrja mig hvað ég myndi gera í þessari stöðu.  Tjah, uuu, ég já.  Hvað ég myndi gera?  Ég veit það ekki.   En þarna skrökvaði ég að henni því ég veit alveg upp á hár hvað ég myndi gera.  Ég myndi hlaupa í burtu eins og óður væri.  Hefði líklega aldrei hleypt þessu svona langt eða aldrei farið að stað í upphafi.   En það gat ég ekki sagt við hana þótt hún viti svona nokkurn veginn hvernig ég er þá leitaði hún til mín.  Ég spurði hana hve oft hún hefði lent í þessari aðstöðu á síðustu tveimur árum, hvort það væri ekki nokkrum sinnum og eftir smá umhugsum var þetta í fjórða eða fimmta skiptið sem einhver varð ástfanginn af henni og hún hörfaði.  Ég held að vandamálið svo ég komi nú með smá ráðgjöf þótt haltur sé í þessum málum saman ber „haltur leiðir blindan“ að við séum allaf að reyna að vekja upp ástina sem verður þó aldrei vakin fyrr en hún sjálf vill.  Enda stendur í góðri ritningu „Vekið ekki elskuna fyrr en hún sjálf vill“.

 Sjálfur hef ég reynt að vekja hana oftar en einu sinni og veit ekki í dag hvort ég hef raunverulega nokkurn tíman fundið hana.  Eina breytingin sem ég finn hjá mér er sú að ég er hræddri við að koma mér í þetta klandur og því legg ég engar snörur, fer ekkert af stað, forðast þær aðstæður að einhver komi undan með brotið hjarta vegna þessarar tilfinningafötlunar sem ég held að ég glími við.   Líklega er vinkonan núna á þessari stundu að segja vininum að hún vilji slíta þessu og sé ekki tilbúin í neinskonar skuldbindingar sem fylgja þessu.  Hann dapur og hún vafalaust döpur yfir því að vera að ganga í gegnum þessar stanslausu endurtekningar og það nokkrum sinnum á ári.

Þá er nú betur heima setið, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég tek undir það að þá er betra heima setið, en af stað farið. Ég held að það þýði ekkert að arka af stað í leiðangur og leita að ást, það er ekki bara eins og hún liggi einhversstaðar á glámbekk og bíði eftir að verða tekin í notkun.... og það er mín reynsla að þegar hún svo birtist í öllu sínu veldi, þá er hún bara mætt og ekkert pláss fyrir hik eða ef eða kannski eða jafnvel..... 

Þú ert nú býsna efnilegur ráðgjafi  

Jónína Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 05:59

2 Smámynd: Júdas

Ætli ég sé ekki sá blindi í ráðgjöfinni og ætti tæplega að veita einhverjar ráðgjafir í þessu málum.  Ég hugsa að þú sért að meina klámbekk en ekki glámbekk..........

Júdas, 17.1.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ætlaði að skrifa klámbekk, nota það yfirleitt, ekki mikið svona opinberlega......

Jónína Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Fiðrildi

 . . hefði haldið að þetta væri ég hefði ég þekkt þig og farið í sumarbústað   Það er líklega rétt hjá þér . . . maður vekur ekki upp ástina þegar manni hentar.   Takk . . . ég var nefnilega búin að gleyma því.

Fiðrildi, 17.1.2008 kl. 17:38

5 Smámynd: Júdas

Arna mín,  þú mátt ekki gleyma þessu lykilatriði.   Ég á reyndar eftir að nefna þetta aftur því ég held stundum að ég bloggi í hring og reikna með að það sé út af einfeldni minni og gleymsku.  

Júdas, 18.1.2008 kl. 07:56

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Lífið er allt saman einn hringur.... hringavitleysa kannski... allt sem hefur gerst áður gerist aftur.... allt sem við höfum einhverntímann sagt áður, segjum við aftur...

Þessi djúpa speki er í boði Parkodin Forte, Cheerios með undarennu og Lýsis h/f...

Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 08:05

7 identicon

Jónína: fyrirgefðu.. af hverju parkodin forte? í morgunmat? Er það sama ég-er-ómissandi-í-vinnunni-heilkennið og Júdas þjáist af?  Sry.. mátti til..

En í sambandi við pistilinn; ég er sammála því að það er ekki hægt að vekja ástina ... hún kemur þegar hún á að koma og ég held að þú hafir veitt vinkonu þinni ágætis ráðgjöf í þessu efni. Auðvitað er ekki hægt að leiða manninn áfram þegar hún getur ekki hugsað sér neitt varanlegt með þessu.

Óla (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 08:45

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm.. já Óla, "égeralgerlegaómissandiívinnunnisérstaklegaídagheilkennið" er að plaga mig, eins og hann Júdas en samt bara í dag. Vinn ein og báðar afleysingamanneskjurnar mínar eru ælandi og dru... en ég er þó bara að drepast í bakinu.....

Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 09:38

9 identicon

Ah.. þá skil ég betur. Stundum er maður bara "algerlega-ómissandi-í vinnunni".. sérstaklega ef maður er eigin boss  Gangi þér vel í vinnunni - á lyfjum eða án þeirra

Óla (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 11:41

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Óla og góða helgi

Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 12:21

11 Smámynd: Júdas

woww, missti ég af þessu öllu.  Auðvitað er ég ekki ómissandi í vinnunni en eitthvað í mér segir mér samt að ég eigi að vera þar,  ég fæ jú laun fyrir það........

 Ég er farinn að efast um að "varanlegt" sé rétta orðið því ekkert er til eilífðar eða hvað.  Ég ætti allavega ekki að nota það og spurning um að ég noti frekar orðið "ferðafélagi" því þessar elskur hafa jú ferðast með mér í gegnum lífið á einhverjum tímaskeiðum.

Júdas, 18.1.2008 kl. 20:38

12 identicon

Ég veit ekki hvort orðið "varanlegt" passar ekki þarna inn í.. en mér finnst a.m.k. dálítill munur á því hvort maður er í sambandi/að mynda samband sem manni líður vel í og hefur fullan hug á að vera í, heldur að að hugsa bara "jú þetta er fínt NÚNA" en...  Veit ekki hvort ég næ að koma þessu frá mér, en eins og ég las út úr þessu með vinkonu þína þá átti seinni lýsingin meira við það hvað hún hugsaði eða hvernig henni leið heldur en það fyrra.  Kannski er ég bara að misskilja þetta allt saman

Takk sömuleiðis Jónína.. góða helgi  (kannski allt í lagi að nefna það að ég eyddi deginum heima undir áhrifum verkjalyfja þar sem ég taldi mig alls ekki ómissandi.. frétti svo að það hefði valdið verulegum óþægindum )

Óla (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 48632

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband