Hver segir svo að svik séu ekki umhverfisvæn!

      Mér skilst á útvarpinu að úti sé nærri 10 stiga frost.  Og ég sem hélt það yrði rigning!  Það var reyndar ekkert í veðurfréttum sem benti til rigningar en ef maður þráir eitthvað nógu heitt.......eða etv á það ekki við í þessu.  Það er allavega kominn nýr dagur, ný tækifæri og ný loforð.  Það er það góða við tímamót hversu lítil sem þau eru að hægt er að endurnýja loforðalistann, henda út þeim sviknu nú eða færa þau í hvítar gærur og beygja þau að getu og vilja svo þau virðist  vera auðveld að standa við þau nú eða velja sér loforð sem auðveldara er að standa við.  Þessi listi er vafalaust til í hugum allra og menn ættu að hafa vit í því að koma honum ekki á blað því það telst ekki umhverfisvænt að taka hvert blaðið á fætur öðru, vöðla því saman og henda í ruslið.  Júdas þekkir það og því löngu hættur að hripa þetta niður því aukin umhverfisvernd er eitt af sviknu loforðum Júdasar.  Annars sé ég það strax í hendi mér að blá tunna gæti tekið alla þessa lista og þá færu þeir í endurvinnslu svo ef til vill er það umhverfisvænt eftir allt saman.  Hver segir svo að svik séu ekki umhverfisvæn! 

 

     Það var ekki slæmt að koma heim á laugardaginn.  Unglingskúturinn búinn að þrífa allt hátt og lágt svo litli frítíminn fer ekki í þrif þessa helgina, svo það var stokkið á skrifstofuna aftur og unnið þar fram á nótt.   Í gær var minn því þreyttari en oft áður og þótt dagurinn væri tekinn snemma náði ég lendingu í sófanum kl 16 og sofnaði svefni hinna réttlátu þar til síminn vakti mig.  Lítill kútur sem kominn er með gríðarlegan símaáhuga var á  línunni og að mér skildist hljóp með hann um alla íbúð hjá móður sinni til að sýna mér hitt og þetta.  Ætli við verðum ekki að fá okkur 3G síma svo hægt sé að sýna alla þessa hluti litla kútsins.  Símtalið endaði svo með orðinu „koma“ og síðan var skellt á.  Ekki löngu seinna kom vinurinn í heimsókn með Ungu konunni mér til mikillar gleði.  Sökum anna hjá henni verðum við kútur mikið saman í vikunni svo það gæti ekki verið betra.

 

   En, við er tekinn hversdagsleikinn.  Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svik eru umhverfisvæn Þú ert algerlega sér á parti.... Gaman að lesa hjá þér, eins og alltaf Hlýtt faðmlag inn í daginn !

Jónína Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 08:10

2 identicon

Njóttu margbreytileika hversdagsins . þú er ljómandi meðlæti með morgunkaffinu..

múmínstelpan (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband