Breið blæju húms

      Mér líður óvenju vel og þarf ekki annað en að líta til hægri og virða fyrir mér lítinn yndislegan kút, hold mitt og blóð, liggjandi í sófanum dreymandi fiðrildi og kanínur og þar er skýringin fundin.  Hjarta mitt tekur auka slag og kökkur kemur í hálsinn.  Þakklæti fyllir hjarta mitt að ég, Júdas skuli fá að njóta samvista við þennan kút og ég þakka það hvern dag  góðum Guði. 

 

Unglingskúturinn kom inn í stofu áðan og saman dáðumst við að  þeim litla.  Sá eldir faldi ekki tilfinningar sínar og áður en hann þaut út fékk ég faðmlag og lítið „elska þig pabbi—sjáumst“ . 

Sjálfur er ég að þreytast, búinn að vera í lestri laga og rétta svo réttast væri að láta undan.

Svefns hjarta sært

saknar um næturstund.

Tungl, skin þitt skært

skamman því leyfir blund.

 

Djúps nýtur drótt

draumhöfga allt um kring.

Lát höfði hljótt

hallað á skýjabing.

 

Náttröðull, rúms

runninn um langan stig,

breið blæju húms

blástirnda yfir þig.

Þorst.Vald

 

**Góða nótt vinir!**

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já góða nótt. klikkar heldur ekki með kvöldsopanum ....

múmínstelpan (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið er notalegt að lesa... bæði þín orð og svo ljóðið

Vona að nóttin hafi veitt þér hvíld og notalega drauma og dagurinn í dag verði sá besti hingað til 

Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 05:47

3 identicon

Þú ert fallegur :)

Nilla (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Júdas

Góðan daginn og takk fyrir falleg comment yndislegu vinir.  Þau gleðja mig þótt ég skilji ekki til fulls af hverju þeim er beint til mín en ég er jú aðeins að blogga um venjulega feðga og með fljóta falleg ljóð.    Takk samt

Júdas, 27.2.2008 kl. 08:08

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn elskulegur, þú skilur þetta þegar þú verður stór

Jónína Dúadóttir, 27.2.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband