Furðuleg ákvörðun, furðulegt Þorp

     Ég vaknaði upp í morgun á allt öðrum stað en í gær.  Ég vaknaði í Þorpinu og það kom mér þó ekkert á óvart því ég ákvað það á augnabliki í gær að sækja kútinn á leikskólann og bruna út á land.  Furðuleg ákvörðun því ég er svo heimakær og nóg að læra í ofanálag.  Hvað vakti fyrir mér veit ég ekki.  Ef til vill var það smá söknuður og löngun til að hitta foreldrana eða þá löngun til að sýna kútnum afa og ömmu.  Ligg uppi í rúmi núna og leiðist meira en nokkru sinni.  Þorpið höfðar ekki til mín og meira að segja finn ég ekki nokkurn á msn til að spjalla við.   Unglingurinn vildi ekki koma með okkur svo hann varð eftir heima.  Ég hringdi í hann áðan til að vita hvernig honum hafði reitt af í nótt og hvort hann saknaði okkar ekki.  Furðuleg nótt sagði hann.  Var alltaf að vakna og með áhyggjur af öllu.  Fór niður að athuga hvort hurðin væri læst og fram í eldhús til að athuga hvort eldavélin væri nokkuð á hita.  Alls konar áhyggjur af öllu, hurðum og gluggum, rafmagnstækjum og vatni.   Vinurinn minn.  Svona er að vera á vaktinni!

     Þegar ég heimsæki Þorpið þarf ég að hafa fyrir því að vera rólegur.  Værðin víkur fyrir dofa þar sem ég þarf af öllum mætti að reyna að halda ró hið innra.  Löngunin til að stökkva út í  bíl og aka til borgarinnar gagntekur mig.  Heima er best.  Kúturinn er þó í góðu yfirlæti og ég ætla að reyna að þrauka til morguns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi ekki skemmtilegur staður greinilega, en verður þá bara ennþá betra að koma heim

Jónína Dúadóttir, 1.3.2008 kl. 15:00

2 identicon

Hefur þér alltaf liðið svona í Þorpinu? Er kannski að reyna að lesa of mikið í þetta.. heima er jú alltaf best  Gangi þér vel að þrauka í Þorpinu - kúturinn fær a.m.k. sitt út úr heimsókninni og ég veit að það gefur þér mikið

Óla Maja (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Júdas

Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað ég er heimakær, ekki endilega um Þorpið sem slíkt.    Það er bara svo gott að vera heima .

Júdas, 2.3.2008 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 48668

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband