Áfengur ilmur vatns

     Ég á erfitt með að blogga þessa dagana.  Veit ekki hvort það er tímaleysi eða  andleysi.  Lærdómur á hugann allan og meira að segja vinnan  er látin víkja örlítið þessa dagana.  Kúturinn kom í heimsókn áðan og vildi ekki fara aftur.  Var ný farinn þegar hann hringdi því hann þurfti að segja svo mikið en auðvitað skildi ég ekki helminginn af því.  Ég sæki hann á föstudag og er farinn að hlakka til.  Unglingskúturinn  er bara glaður en hann svaf tvær ætur í Þorpinu eins og ég en lagði svo á flótti.  Kom þanagað að kveldi og farinn um hádegi á öðrum degi.  Alveg eins og ég.  Við erum greinilega borgarbörn báðir tveir,  jú og feðgar.   Ég gaf mér tíma áðan til ljóðalesturs og datt niður á gott ljóð en ég er eitthvað svo sérvitur á þau og reyndar á allt!   Ég óska mér samt ekki margra hluti og er einfaldur í þeim.  Einfaldleikinn gerir hversdagsleikann viðráðanlegan.

 

 

Ósk mín er regn-

dropar sem detta á gras

dropar sem falla í mold

fræs, sem er falið þar

---geymt gróðurmold.

 

Ósk mín er vatns-

ilmur um dimma nótt,

seytl oní bikar blóms

áfengur ilmur vatns

---rósailmur regns.

 

Ósk mín er ljóss-

birta í morgunmund,

miðdegis bræddir snjó-

bólstrar úr mjúkri mjöll

---skýjafalls regn.

 

Ósk mín er lífs-

frjósemd framhald mergð

fjölgun úr smæð í stærð

ólgandi iðustraums

---óþrotlegt líf.

 

Sigríður Einars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst gott að lesa pistlana þína og þú ert sannarlega fundvís á falleg og sérstök ljóð, sérvitringurinn þinn

Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 07:10

2 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína.  Ég held að sérlundaður frekar en sér-vitringur.

Júdas, 13.3.2008 kl. 07:49

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ok sérlundingurinn þinn þarna

Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 08:10

4 identicon

var farinn að sakna ;)....lífgar upp á hversdaginn að fylgjast með kútapabba. ...bros til þín

múmínstelpan (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína mín og góðan daginn Múmínstelpa, takk fyrir brosið.

Júdas, 14.3.2008 kl. 07:54

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn minn kæri, veit alveg að þú átt góða daga í vændum, en aldrei er góð vísa of oft kveðin

Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 48670

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband