Kvöldið bíður í grípandi dulúð

Þvílík fegurð. 

     Þótt þessi morgunn sé ekki eins bjartur og í gær er hún björt sólin sem rennur upp milli rifja og lýsir upp þreytt hjarta gamals manns. 

     Þessi sól klifraði reyndar upp á gamla manninn í morgun hossaði sér og vildi fara fram.  Svo kom faðmlag og slefblautur koss.  Við feðgar sváfum óvenju lengi og fórum ekki fram fyrr en hálf átta en sá gamli var búinn að vita af sér í klukku tíma eða svo.

     Við heltum okkur í eldamennsku klukkan átta í gærkveldi með tilheyrandi látum og kúturinn tók fullan þátt í því enda um einn af uppáhaldsréttum kútsins að ræða.  Unglingurinn stóð við eldavélina og skipaði gamla fyrir eins og herforingi og síðan settumst við allir að snæðingi.  Unglingskútur er búinn að vera óvenju mikið með okkur þessa helgi, fór út með okkur kút í gær og var með okkur í þrjá klukkutíma.  Sagðist vera þreyttur á vinum sínum og svo var kærastan auðvitað að vinna en hann ætlaði að hitta hana seinna um kvöldið.

     Framundan er bjartur og fallegur dagur en kvöldið bíður í grípandi dulúð.  Þá mun ég mæta fortíðinni í húsi fortíðar og nútíðar.  Hvort skuggar framtíðar láti sjá sig skal ég ekki segja en líklegt er að skuggar fortíðar láti til sín taka.

 

 

 

Í skjóli skugga bíður

sól og morgunstund.

Í takti tímans líður

tók sér lítinn blund.

 

Í bljúgir værð ég bíð

og bið um vin.

Fortíð,nútíð, framtíð!

fagurt skin.

J.I


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll. Gleður mig að sjá frumsamin ljóð dag eftir dag  Dettur annars í hug þegar ég les þetta "gamli" hjá þér. Hvað í ósköpunum er Júdas gamall? Virkar einhvernveginn alls ekki gamall á mig - þrátt fyrir að vera (að eigin sögn) sérlundaður  

Óla Maja (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðný Bjarna

"í skjóli skugga

bíður sól"

...... skemmtileg myndlíking  alltaf gott að trúa að birti.

...með bestu kveðju þó ég þekki ekki höfund þessa bloggs

Guðný Bjarna, 16.3.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skrifaði athugasemd hérna í gær en hún hefur ekki komist til skila ! Hún var dvona : Fallegt

Njóttu dagsins, gamli maður

Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 08:00

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

....Svona.... átti þetta nú að vera !

Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 08:01

5 Smámynd: Júdas

Júdas telst á besta aldri en hefur verið "gamall" frá því hann var tvítugur.  Veit ekki af hverju.  Veit ekki heldur hvort þessi leirburður á heima hérna.

Að þekkja höfundinn......það þekkir hann enginn en hann er samt það sem hann bloggar.

Jónína mín, njóttu líka.

Júdas, 17.3.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 48667

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband