Fortíðin er vonlaus í nútíð

      Ég rifaði augun í morgun og  „glennti“ upp eyrun.  Fuglasöngur?  Það er óhugsandi!  Ég hlustaði betur og jú, fuglasöngur var það.   Þetta var sko ávísun á góðan dag en hversu góðan vissi ég ekki. 

      Ég er búinn að hlakka mjög til páskafrísins og aldrei þessu vant tilkynnti ég mig í fríi einum degi lengur því ég ætlaði virkilega að njóta daganna með kútunum mínum.  nokkrum tímum síðar hringdi unglingskúturinn minn í mig og spurði mig hvort ég yrði dapur ef hann færi í Þorpið um páskana.  „Auðvitað ekki vinur, þú ferð bara ef þú vilt“ ,  hann er greinilega búinn að gleyma því hvað hann var snöggur til baka síðast en alveg eins og ég sjálfur var náði hann tveimur nóttum, einum og hálfum degi áður en hann snapaði sér far til baka.  Nei hann var reyndar ekki búinn að gleyma því og nefndi það að svo væri ekkert víst að hann nennti að vera þarna.  „Verður þú nokkuð einmana  um páskana pabbi minn“  hélt hann áfram en ég fullvissaði hann um að þetta væri í lagi.  Jæja, við feðgar verðum þá bara mínus einn um helgina það hefur sinn gang.   Þessu trúði ég í klukkutíma því þá hringdi unga konan og spurði mig hvort ekki væri í lagi að hún færi með litla kútinn  í sitt þorp um helgina..........Jú auðvitað vina, þú þarft ekkert að spyrja mig að því , þú átt hann líka, sagði ég kokhraustur en þarna varð ég að sjálfsögðu að reikna dæmið upp á nýtt.  Feðgar mínus tveir eru bara einn og nánar tiltekið einn gamall maður, en það jákvæða er að kútarnir mínir njóta helgarinnar með mömmum sínum, öfum og ömmum.  Júdas lendir þá bara í aðstæðunum sem vekja fram vangaveltur, djúpar hugsanir og þörf fyrir rigningu.  Ég ætla að grilla alla þessa daga algjörlega óháð veðri og vindum og líklega ætla ég að stúta einni rauðvín svona til að verða betur þenkjandi.

 

     Ég komst að því um daginn að fortíðin er vonlaus í nútíð og algjörlega framtíðarlaus með öllu.  Hún er bara stundum svo glæsileg vegna fjarlægðarinnar en við vitum það öll að fjarlægðin gerir ekki bara fjöllin blá heldur ganga oft gamlir, fúnir gaddavírsstaurar í endurnýjun lífdaga í fjarlægðinni gæddir mýkt og glæsileika sem aldrei var þó til.  Gætu verið mennskir og sýnst á hreyfingu en nálægðin kemur upp um þá.  Hættum þessari fortíðarhyggju, snúum okkur við og horfum á nútíðina því með henni sköpum við okkur þá framtíð sem við megum vænta.

 

 

Þegar blár hreinleiki

fjarlægðarinnar

hafði þvegið nálægðina

úr andliti þínu

þráði ég að hjúfra mig

að fjarlægð þinni

geta ekki snert þig

geta ekki átt þig

aðeins varðveitt þig

í tærum og bláum einfaldleika.

 

Birgir Sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko nú líst mér á þig minn kæri, bjartur undirtónn í þessari færslu Ég er líka alltaf svo hrifin af góðum myndlíkingum og þessi með girðingastaurana er klassi  Njóttu dagsins

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 06:09

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

  Alltaf gaman að rekast á skemmtilega penna.  Vona að þú hafir það sem best yfir páskana.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 19.3.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Júdas

Takk Jónína, er hægt annað

 Vona að þú njótir Erla.

Júdas, 20.3.2008 kl. 08:12

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vildi óska að þú ætti heima nær, ég mundi njóta þess að misnota þig... í pökkunardeildinni !  Þá gætum við átt vitsmunalegar samræður, svakalega erfitt að halda lengi uppi vitsmunalegum samræðum við pappakassa

Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 08:36

5 identicon

Það er lagið vinur    Nýttu bara rósemdina í nám og vinnu, þá hefur þú líka meiri tíma aflögu þegar kútarnir þínir koma aftur....  og já, munu eftir að kaupa eins og eitt páskaegg til að njóta með rauðvíninu og segðu okkur endilega hvaða málshátt þú færð   Gleðilega páska og kær kveðja, E.

Edda (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:54

6 Smámynd: Júdas

Ég hefði heldur betur mætt á staðinn Jónína og er ódýr til svona verka því kaffidreitill nægir. 

Júdas, 22.3.2008 kl. 19:22

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 48615

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband