Hans þögn er ljóð um það

     Hann ver svo lítill í gær kúturinn minn.  Hitinn rauk upp aftur og við vorum í sófanum í allan daginn.  Hann fékk hitalækkandi því hitinn fór í 40,6°c,  dormaði rjóður í kinnum á bleiunni og þáði sopa af vatni af og til og strauk á mér handlegginn.  Þegar líða tók á seinnihluta dags fór hann að hressast og borðaði örlítið um kvöldið.  Við mamma hans ákváðum að hann yrði bara hjá mér í nótt líka og hún næði svo í hann í fyrramálið.

     Unglingskúturinn hringdi í mig og var búinn að fá nóg af Þorpinu og sagðist ætla að leggja af staði í fyrramálið svo þetta verður líklega engin einvera þessa páska eins og ég átti von á.   Kúturinn einum degi lengur vegna veikinda svo blíður og yndislegur og  hortugi unglingurinn minn kemur nokkrum tímum eftir að sá litli fer til ungu konunnar.  Ekki slæmt það.

 

     Ég kom við í verslun áðan til að kaupa páskaegg handa kútunum og versla eitthvað í páskamatinn.  Endaði í  lambalæri því mig langaði svo mikið í það.  Ég eldaði mér lambafille í gær og það var gríðarlega gott svo mig langaði aftur í lamba eitthvað.  Fallegar konur, fallega klæddar og ilmandi voru út um alla búð að versla og trufluðu mig .....................komu af stað löngun til að „eiga“ þótt ekki væri nema eina slíka sem færi í búð og verslaði með hugann við það hvað manninn hennar vantaði og langaði........

Það er svo fallegt við sambönd að bæði hugsa um hitt svo ekkert verður útundan,  bæði viljug að þjóna jafnt sem þiggja.  Hvað þarf ég að bíða lengi eftir því að einhver þeirra banki í öxlina á mér og segi „halló, ertu ekki að leita að mér?“    Ég skora nú á fallegar konur að banka í öxlina á mér.  Verið ófeimnar því ég er svona blátt áfram náungi, vinarlegur og færi ekki að bregðast illa við einhverju svona.   Trúið mér!   Ég lofa hvorki flugeldasýningum eða sápukúlum en ég lofa því að ganga með þér í rigningunni, taka utan um þig, hvísla að þér fallegum ljóðum, vera til staðar.......... þegja jafnvel með þér, vera ég sjálfur.  Þú verður þú og gerir þitt, ég verð ég og geri mitt, sameinumst í nóttinni og njótum þagnarinnar.  Eina krafan er að þú sért þú sjálf og elskir mig.

Þetta hljómar svo illa þegar ég les það að ég held að ég viti ástæðuna fyrir því að ég sé konulaus.  Hver nennir að ganga úti í rigningu?   Hver nennir að þegja með einhverjum?  Hver nennir að hlusta á eitthvert ljóðabull?  Og faðmlög, hverju skila þau.  Ef til vill ætti ég ekki einu sinni að vera ég sjálfur.

Fortíðin truflar mig, ég ann þögninni, mæli fátt og verð því einn.

 

 

Hver sinnir því, sem út með fjörðum fer,

þó flæði yfir gamalt eyðisker?

Og oft er myrkrið mest í kringum þann,

sem mælir fæst, en dýpst og heitast ann.

 

Hans þögn er ljóð um það, sem eitt sinn var,

um þráðan gest, sem hæst af öllum bar,

og margoft kom í morgunroða inn

og mælti blítt við einkavininn sinn.

 

Það minnast fáir manns, sem hvergi fer

og myrkrið einn á herðum sínum ber.

 

Davíð Stef.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta hljómar sko alls ekki illa, þetta er innilega rómantískt og ávísun á yndislega sambúðFlugeldasýningar og sápukúlur skilja nefnilega ekkert eftir sig Ef ég væri nokkrum árum yngri og ef og ef......

Vona að litla vininum fari að batna og að þið eigið allir gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 05:58

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ef ég bara vissi hvar þig væri að finna - myndi ég banka létt á öxl þín og spyrja...; "Varstu að kalla á mig ?"

Vona að þið feðgar stórir og smáir eigið góða páska og sá stutti jafni sig fljótt af fensunni

Linda Lea Bogadóttir, 23.3.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Langaði bara að bæta því við að ég nenni að ganga úti í rigningu. Að njóta þagnar saman með einhverjum nánum er dásamleg tilfinning. - Ég hef fundið þá tilfinningu og naut hennar þá og sakna þess mikið að upplifa það ekki í dag.  Að hlusta á ljóð lesin - heima eða heiman er yndislegt - í hófi. Faðmlög skila orku og krafti sem við öll þurfum á að halda frá hvort öðru. Þó þú værir örmagna sjálfur - en gæfir faðmlag, fyndir þú orku sem þú vissir ekki að þú ættir til.

Vertu þú sjálfur...  í einlægni og heiðarleika.

Linda Lea Bogadóttir, 23.3.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Júdas

Þið eruð yndislegar!

Falleg orð Linda, mjög falleg og gleðja mig.  Takk fyrir að vera líka skrítin.

Jónína , þú ert svo jákvæð og aðdáunarverð.......ég er á bara rétt rúmlega eitthvað.....

Júdas, 23.3.2008 kl. 16:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 18:46

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

... mín var ánægjan....  Annars held ég að við séu fullkomlega eðlileg

Linda Lea Bogadóttir, 23.3.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta hljómar sko ekki illa, þetta hljómar sem fullkomnun.

"Það er svo fallegt við sambönd að bæði hugsa um hitt svo ekkert verður útundan,  bæði viljug að þjóna jafnt sem þiggja. " . Þetta er eitt það fallegasta sem að ég hef heyrt eða lesið lengi.

Takk fyrir falleg orð á síðunni minni, þau gáfu mér meira en þú getur ímyndað þér

Sporðdrekinn, 24.3.2008 kl. 16:12

8 Smámynd: Júdas

Mín er ánægjan Sporðdreki.     Stundum er það notað í neikvæðri merkingu að "haltur leiði blindan" en ég er ekki viss um að það sé svo slæmt og í þessu tilviki gæti sjóndapur verið að leiða haltan.

Getur það verið Linda að við séum normal?!!!!!

Jónína, er pínu stríðni í þessu brosi út í annað ? 

Júdas, 24.3.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 48615

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband