Ég er strax farinn að sakna ykkar

     Hann vaknaði veikur kúturinn minn í gær, hitinn rúmar 39° en var samt ótrúlega sprækur.  Það var líka eitthvað furðulegt við þetta því í staðin fyrir að stökkva með mér á fætur eða jafnvel á undan mér eins og undanfarið vildi hann lúra lengur.  Unglingskúturinn lagðist svo hjá honum og við mældum hann og jú, hiti var það.  Ég hringdi í mömmu hans, leikskólann og vinnuna og kom mér vel fyrir í sófanum með honum því heima yrðum við í dag.  Það var ljóst.

     Í gærkveldi pakkaði svo Unglingskútur niður í tösku og beið eftir að verða sóttur því hann ætlar að vera í Þorpinu um páskana.  Það tókst ekki vel síðast en ómögulegt að segja um það hvað hann tollir lengi núna.  Skylduræknin gagnvart móður sinni segir meira til sín heldur en hún gerði þegar hann var yngri og allaf ætlar hann að vera í nokkra daga en það þykir kraftaverk ef næturnar verða tvær.  Hann leit inn í stofu á okkur sem lágum í sófanum og sagðist strax vera farinn að sakna okkar. Það er ekki góð byrjun á skemmtiferð eða hvað?

     Við vöknuðum því einir í hreiðrinu í morgun en gamli maðurinn svolítið á undan litla kút.  Ég náði að fara í sturtu, hella upp á  og lesa blöðin áður en vinurinn rak upp vein og upplifði sig einan og yfirgefinn.  Hann var þó kominn í fangið á kútapabbanum augnabliki síðar.  Unga konan ætlar að koma og vera hjá honum í dag svo ég geti unnið upp gærdaginn en kúturinn á eftir einn dag hjá mér.  Á föstudagskvöldið tekur svo við mömmuvika svo Júdas verður einn í hreiðrinu um páskana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Unglingurinn lítur sjálfsagt ekki á þetta sem skemmtiferð, en þetta er nú mamma sko.... Ekkert einfalt þar á ferð, sama og hjá mínum börnum, fara til pabba af því að það er jú pabbi manns.... Æi börnin okkar þessar elskur

Gangi þér allt vel í dag 

Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:36

2 identicon

Díta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Júdas

Ég held að mamma hans sé konan sem ég hef ekki bloggað um eða hvað?

 Dita, velkomin aftur, ertu enn á föstu?

Júdas, 22.3.2008 kl. 22:00

4 identicon

..bank bank

múminstelpan (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Júdas

........nennir þú að þegja með mér múmínstelpa .............................þú ert meiri ráðgáta en ég!

Júdas, 23.3.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband