Vopnaður eyrnapinnum

Við vöknuðum ferskir að morgni á fallegum sólardegi á Rimini.  Minn auðvitað á undan eins og gerist á fróni, skrúfaði frá gasinu og setti espresso könnuna yfir.  Nettengingar hafa eitthvað verið að stríða okkur feðgum og í raun það eina sem hefur verið að því í ferðinni, reyndar eftir að sá gamli skreið um allan húsbíl vopnaður eyrnapinna.....................rétt heyrt....eyrnapinna og matarolíu við að ískurlosa bílinn.  Lamir á skápum og skúffum, borðum og hurðum svo hægt sé að ganga um hann ofur snemma án þess að vekja aðra húsbílaíbúa svo ég tali nú ekki um kútinn sem fer seinna að sofa en pabbinn og liggur aðeins lengur á morgnanna.  Við látum þetta ekki á okkur fá því við höfum átt svo sæla daga í ferðinni í grenjandi rigningu, sjóðheitu sólskini, næðings kulda, hlýjum andvara, öskrandi roki og öllu þar á milli.  Keyrt yfir fjöll og firnindi, malarvegi og hraðbrautir, sveitir og borgir. 

     Á meðan kúturinn þreif baðherbergið og eldhúsið fór ég með óhreina þvottinn og setti í eina vél og skoðaði svo netsambandsmöguleika umhverfisins og komst að því að eigendur svæðisins voru heldur betur að lofa upp í ermarnar á sér því eini staðurinn sem ég fann var lítil verönd með tveimur bekkjum og þar rakst ég einmitt á tölvusjúkan túrista sem sá hvað ég var að gera með símanum mínum og tókum við tal.  Hann sagðist hafa skoðað þetta í gær og komist að þessari sömu niðurstöðu.  Við feðgar ákváðum að vera léttklæddir í dag, rölta á ströndina og njóta sólarinnar sem við og gerðum.  Við ákváðum að dvelja aðra nótt á Rimini og keyra til Feneyja að morgni.  Kúturinn vill auðvitað sjá þessar sökkvandi eyjar en er samt spenntari fyrir Milanó og segist vilja dvelja stutt í Feneyjum og keyra strax til Milanó.  Hann ræður auðvitað enda ferðin skipulögð af honum og ég sagði honum að það eina sem ég þyrfti væri kaffisopi á Markúsartorgi en þar hef ég áður verið og finnst þessi staður yndislegur og einskonar vagga evópskrar kaffimenningar þótt flestir séu þarna út af annarskonar menningu og listum.

     Við heyrðum aðeins í litla kút í gær og söknum hans ógurlega.  Þvílíkur vaðall.  Hann talaði og talaði og malaði og malaði (syngist).  Orðaforðinn alltaf að aukast en hann er ekki alveg að skilja að það er aðeins í 3G kerfinu sem hægt er að segja „sjáðu“ og sýna manni eitthvað sem hann er að teikna á meðan hann talar við mann.  Hann fattar það að ári þegar símafyrirtækin ryðjast inn á smábarnamarkaðinn.  Jæja, það eru nú ekki nema fjórtán ár þangað til ég tek hann í svona tveggja feðga ferð, eða kannski fyrr og þá förum við allir þrír...................líklega bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær ferð eins og við mátti búast og bara svona okkar á milli : ég öfunda ykkur ógurlega  Eigið ljúfan dag og ég bið að heilsa Feneyjum

Jónína Dúadóttir, 24.6.2008 kl. 06:33

2 Smámynd: Júdas

Takk Jónína mín.  Ég er nú búinn að sakna ykkar talsvert en vegna óvæntra vandræða með búnaðinn gat ég ekkert verið í sambandi.  Núna koma hinsvegar pistlarnir einn af öðrum 

Júdas, 24.6.2008 kl. 07:50

3 Smámynd: Anna

Greinilega heillandi ferðamáti og dásamlegt líf  eins og ítalskan átti að segja  hér við fyrsta ferðapistilinn.  Hafið það áfram skemmtilegt

Anna, 24.6.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 48609

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband