Skiptir stærðin máli?

     Við ætlum að leggja í hann á eftir.  Keyra tveir út í rigninguna syngjandi glaðir og stefnan sett á Þorpið.  Hversu lengi ég endist þar veit ég ekki en þó nógu lengi til að viðra okkur, taka í nokkra bolla og leyfa kútnum að njóta afa og ömmu smá stund.  Einn dagur, tveir dagar, kannski þrír.

     Ég rogaðist heim með nýtt sjónvarp í gær og breytti stofunni hjá mér til framtíðar.  Þvílík stærð og er því fullur efasemda í dag um að ég hafi valið rétta stærð.  Mér leið í gærkveldi eins og heftiplástri í kvikmyndahúsi og stóra stofan mín hafði breyst í eldspýtustokk.  Ég veit ekki hvort það var stærðin, gæðin eða öll þessi birta en var ekki frá því að nefhárin á mér hefðu sviðnað.  Ég keypti tækið í Elkó og er ákveðinn í að nýta mér þennan 30 daga skilarétt sem þeir bjóða ef tækið uppfyllir ekki væntingar mínar en það er fyrst og fremst stærðin sem ég hef efasemdir um þ.e 42“ en ekki 37“ .  Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég er með áhyggjur af stærðinni og tommufjöldanum og verð að játa að þetta er óþægileg staða.  Hver segir svo að stærðin skipti ekki máli?

     Það er best að fara að tygja sig til ferðar og reyna að njóta þess sem mest.  Mér skilst að einstæðum mæðrum hafi fjölgað í Þorpinu upp á síðkastið og velti því fyrir mér hvort þar liggi gæfan í leyni og svalir skuggar framtíðar.  Þótt það sé ekki ætlun mína að yfirgefa fagra vota borgina gæti hjarta mitt allt eins leitað út fyrir vígið því óvíst er hver fari með völdin þegar einmana hjörtu finna skjól í þessum skuggum.  Ég var búinn að skrifa „eftir langa göngu“ en verð að játa að hún er ef til vill ekkert svo löng og alls ekki víst að komið sé að lokum þeirrar göngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Stærðin skiptir máli, alveg sattNjóttu Þorpsins þíns eins og kostur er og vonandi finnur þú eitthvað þar sem þér líkar... frið, skemmtun, ánægju

Jónína Dúadóttir, 3.7.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

 góða skemmtun, vonandi mun veðrið leika við ykkur um helgina ( þótt að rigningin sé ekkert alslæm.. )

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 3.7.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Rebbý

til hamingju með rigninguna .... og sjónvarpið
spurning hvort hamingjan leynist í Þorpinu, en það skiptir ekki öllu þar sem tölvusamband er þar væntanlega svo þú gætir haldið áfram að gleðja okkur hin hérna inni sem ástfanginn Þorpsbúi

Rebbý, 3.7.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Ein-stök

Ég held því fram að gæðin skipti meira máli en stærðin þegar allt kemur til alls  Mitt sjónvarp er einmitt farið að sýna ákveðin ellimerki og ég er skíthrædd um að það leggi upp laupana mjög skyndilega. Var búin að hugsa mér að gera eitthvað í þessum sjónvarpsmálum í haust... þar sem þú ert búinn að stúdera málin, ertu þá ekki til í að gefa smá tips hérna á síðunni? Hvað sagði viðgerðarmaðurinn? Hvaða tæki bila helst?  Ég ætlast samt ekkert til að þú sért að eyða fríinu þínu í að skrifa um þetta. Njóttu þín í þorpinu - ég er líklega ekki svo heppin að vera ein af þessum "nýju einstæðu mæðrum" í þorpinu þínu því einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að þorpið þitt sé öllu nær höfuðborginni en þorpið mitt.

Ein-stök, 5.7.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband