Tilgangslaust hjóm

Þetta er einn af þessum dögum þar sem hversdagsleikinn hefur vikið til hliðar, dagur sem margir myndu vilja til hvíldar og endurnæringar en mér líkar samt ekki við hann. 

Tómt húsið gefur þögninni hljómgrunn.

Ég velti því fyrir mér hversu mörg spor hafi verið stiginn í þeirri barnslegu trú að þar lægi leiðin til sældar og tignar og hversu marga ég hafi dregið með mér mínar leiðir því ekki fylgdi ég leiðum annarra eða leiðsögn. 

Kaffibollinn gleður ekki og ný áform eru tilgangslaust hjóm. 

Þetta verður dagur Júdasar.  Dagur niðurrifs og ásakana. Dagur enn eins uppgjörsins þar sem við horfumst í augu, og tökumst vafalaust í hendur áður en sólin sest ef hún sest þá nokkuð. 

Enn einn hringurinn.

Ég hef alltaf talið að ég gæti á mig kútum bætt og hefur það verið einn draumur minn til margra ára.  Meira að segja það virðist hjóm í dag og lítil viska eftir í brunnum reynslunnar sem ekki hefur verið hrakin og merkt sem ófær vegur. 

Ekki eftirbreytni vert.

 

 

Gránandi höfuð

hneigi ég yfir blöð

óskrifuð, líkt og sand

eyðimarkanna stóru.

 

Mig dreymir vinjar:

vatnsból og tré

áningarstað í fjarska

útá fannhvítum pappírnum.

 

Hannes Pétursson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já því miður dettur maður stundum í þann pakka að finnast lífið eitthvað svo hljómlaust og glatað. En maður verður að passa sig þa þessum dögum því þeir eru eitur hversdagsleikans.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 6.7.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Anna

Stundum væri gott að geta teygt sig í sólargeislana og sent þá hvert á land sem er. 

Anna, 6.7.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Rebbý

Já svona dagar koma og svona uppgjör nauðsynleg, en er það ekki bara í lagi ef maður stendur uppi sem betri einstaklingur á eftir?
Hef alla trú á þér og því að enn eitt uppgjörið ykkar verði þér bara til góðs.

Rebbý, 6.7.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 17:36

5 identicon

Jamm.... kannski getur þú alltaf á þig kútum bætt.....en kannski ekki.....Bara kannski kemst þú að þeirri ákvörðun að þú verður að velja á milli þess að bæta við þig kútum eða skilja við "sálufélaga" þinn .... hver verður ákvörðunin þá??

K.kv.

Edda (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Júdas

Ég las þetta tvisvar í dag Edda því ég skildi þetta ekki í fyrra skiptið.  Þetta fékk mig til að hugsa en ég sagðist þó aðeins hafa talið að ég gæti það!  Ég sé ekki einu sinni fyrir mér sálufélaga og því myndi tilurð hans koma mér á óvart en líklega gleðja mig.  Hver veit?

Þakka ykkur öllum fyrir kommentin og hjartað Jónína mín.

Júdas, 8.7.2008 kl. 21:33

7 identicon

Það er ekki spurning, að þú átt þinn sálufélaga þarna úti ... ekki nokkur einasta spurning.  Það sem fékk mig til að skrifa þetta var að minn sálufélagi valdi fleiri kúta, því miður...   og bara svona til að það sé ljóst ... nei, hann varð ekki hamingjusamari!! 

Edda (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Júdas

Það var sorglegt Edda mín.  Þegar ég velti fyrir mér fleiri kútum kemur líka upp í huga minn hvort ég sé vanþakklátur fyrir það sem ég hef nú þegar og vafalaust ber oft á vanþakklæti.  Ég hugsa þó um það oft í viku og vil ekki að það sé þannig.  Ég á gott líf og góða kúta, er vel settur að öllu leyti en hef glataði trúnni á að sálufélagi sé handan við hornið og fór í raun aldrei af stað að leita hans.  Að minnsta kosti fór ég aldrei að leita á þessum stöðum sem oftast er leitað á.  Hvað verður veit ég ekki en vona kannski frekar að einhver finni mig.

Þetta er samt klisja hjá mér og ég er farinn að hugsa mig tvisvar um áður en ég set það á blað.   Það er slæmt. 

Júdas, 9.7.2008 kl. 08:22

9 identicon

Og yrði suðrænt sólskin 

á sumardegi björtum

of heitt tveim ungum hjörtum,

þá heldur ekki brást það,

að nóttin kæmi að austan

með fangið fullt af stjörnum

handa feimnum jarðarbörnum

til að unnast við og dást að.   T.G.

Þess óska ég þér til handa Júdas minn.  K.kv.

Edda (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:39

10 Smámynd: Júdas

Takk Edda mín fyrir þetta  , gott að fá svona fallegt ljóð!  Ég hef lítið lesið af ljóðum undanfarið eða kannski bara minna en í skammdeginu.

Júdas, 11.7.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 48613

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband