Kútar eiga að pissa standandi!

     Þá er komin kútahelgi.  Loksins frí og meiningin að hafa það rosalega gott þessa helgi.  Jafnvel láta allt vinnutengt eiga sig en það var líka meiningin í gærkveldi þegar yfir mig rigndi þó vinnutengdum símtölum í nærri tvo tíma.  Ég hélt að ég væri að verða veikur að kveldi fimmtudags, reyndi að læra en var sífellt að dotta og svaf megnið að kveldinu, drattaðist inn í rúm um miðnætti og leið eins og ég hefði  orðið fyrir strætisvagni, tómum reyndar eins og mér skilst að þeir séu alltaf, en líðanin var afleit.  Eftir nætursvefninn var sá gamli sprottinn upp um sexleitið  ofur hress.  Ég rifjaði það þá upp að þetta er endurtekið efni og ég alltaf jafn hissa á því.  Júdas, þessi  „ofurhetja“ þolir ekki 11. vinnudaginn í röð.  Hann verður þreyttur.  Sá tólfti og síðasti fyrir helgarfrí verður hinsvegar alltaf ágætur því svefn í 10-12 tíma réttir þetta af.  Ég er líklega að verða gamall.  Mér finnst eftir  að hafa skrifað þetta að ég hafi gert það áður en oftar hef ég þó útskýrt hversu einfaldur ég er og líf mitt og því eru sömu hlutirnir alltaf að koma mér á óvart og þeir sömu að gleðja mig aftur og aftur.

     Af kútunum mínum er allt gott að frétta.  Sá eldri ferskur og nýtur lífsins, hélt áfram í skólanum en vinnur  um helgar.  Kærastan hans er talsvert hérna í hreiðrinu með honum og hópur af félögum  frá því í barnaskóla fylgir honum líka eftir og er það góður hópur.  Þetta er hópurinn sem vildi fá mig með í sólarlandaferðina svo þeir gætu leitað til mín ef eitthvað kæmi upp á en það er áður sögð saga.  Vinurinn er á beinu brautinni og þótt ekki hafi verið tekið til í öllum hornum er ljóst að við feðgar erum sterkari í þessari baráttu en áður og sá gamli telur sig vita hvar gula ljósið er að finna.  Hann er ljúfur að upplagi þessi kútur og kemur sífellt á óvart.  Hann var að vinna með strák í tvær helgar sem honum fannst eiga svo mikið bágt.  Hann fáraðist yfir  honum, atferli hans og framkomu í fyrstu en þegar leið á seinni helgina var þetta orðið vorkunn og á sunnudagskveldi sagði hann við mig.  „Pabbi, ég ætla að biðja fyrir honum í kvöld því það er ekkert annað sem getur hjálpað honum“.   Og ég efast ekki um að hann hafi gert það.

     Litli kútur er auðvitað alltaf jafn yndislegur.  Það líður að þriggja ára afmælinu og ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram.  Í vor var bleian látin fjúka og slysum fer fækkandi.  Þó er einhver óþolinmæði að skjóta upp kollinum í leikskólanum því í tvö síðustu skipti sem ég hef náð í kútinn á leikskólann og hann hefur verið úti að leika hefur hann verið með bleiu og kvartar við mig um leið og við erum komnir út í bíl.  „Slysin“ verða auðvitað oftast þegar leikur stendur sem hæst en ljóst að þessar elskur  fá nettan pistil frá mér eftir helgi því leiktími barnanna er ekki frítími þeirra heldur verða þær auðvitað að rukka kútinn um þessa hluti og stýra þeim en ekki losa sig við erfiðið með þessu móti.  Þær urðu líka argar þegar kúturinn fór að pissa standandi og neitaði eðlilega að sitja við það, hann er jú kútur.  Þær spurðu mig hvort hægt væri að venja hann af þessu og ég starði á þær um stund.  „ Er ekki í lagi með ykkur stúlkur,  þið mynduð gera þetta líka ef þið gætuð“ , var það eina sem ég sagði og  strunsaði svo út.  Ljúfur maður ha,  það held ég ekki.  Suma hluti þoli ég bara ekki  og má þar nefna  hatursfullar barnsmæður sem ég hef nú bloggað nokkrum sinnum um,  „kynleysisstefnur“ og þá leti kvenna og skilningsleysi að þvinga stráka til að pissa sitjandi vegna þess að það sé hreinlegra og tæmi betur blöðruna.  Þið mynduð aldrei í lífinu setjast við þessa iðju ef þið þyrftuð þess ekki...........svo einfalt er það.  Klósettþrif ættu ekki að stand í nokkrum manni og þótt þrír kútar losi tankinn já mínu heimili flokkast það ekki sem vandamál.  Allir loka setunni og baðherbergið hvorki sóðalegt né illa lyktandi.  Hvað mynduð þið segja ef ég ætti dóttur og færi fram á það að hún pissaði standandi eins og við feðgar?  Ykkur finnst þetta kannski öfgakennd spurning og ekki í anda Júdasar en í mínum huga er hún það alls ekki!  Strákar eru strákar og stelpur vafalítið stelpur og við skulum leyfa því að vera þannig.  Strákar hafa alltaf tilhneigingu til að pissa standandi því það er þeim eðlislægt.  Annars myndu þeir líka setjast niður í berjamó og pissa sitjandi.  Ég fullyrði að kútar séu bara þvingaðir í þetta á „mömmuheimilum“ og hljóta að „launum“ háð og spott hjá vinum og skólafélögum á ákveðnum aldri.

Úff hvað það var gott að koma þessu frá sér.  Ég roðna í kinnum og fyllist orku.

 Við feðgar förum líklega í ræktina á eftir og tökum svolítið á því en síðan munum við hverfa út í vota borgina, hönd í hönd í leit að ævintýrum.

 

Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn minn kæri, gott að fá að heyra frá þér aftur og fá að vita að lífið gerngur eins vel og það getur gengiðÉg er alveg innilega sammála þér í því að strákar eiga að fá að pissa standandi... er þetta eitthvað nýtt fyrirbæri... að láta þá sitja ?Mér finnst þetta nú vera hálfgerður fíflagangur bara

Njóttu frídagsins og samverunnar við kútana þína

Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er svo hissa  aldrei var mínum ungum sagt að pissa sitjandi í leikskólanum.

Sporðdrekinn, 14.9.2008 kl. 01:34

3 Smámynd: JEG

Jahérna hér.   Minn yngri pissar standandi þegar hann vill og sitjandi þegar hann vill og ekkert vesen.  Og aldrei hef ég nú heyrt það að það séu setreglur í leikskólum.  Það er til í einhverju landinu þar sem kk er skilt að pissa sitjandi man bara ekki hvar.  En þetta með að setja bleyjur á slysabörnin já algengt sko.   ......bara leti í staffinu. 

En það er einmitt ekki óeðlilegt að það komi tímabil með slysum sko.  Minn sem að er að verða 4ra er búinn að taka nokkur slík.  Það líður alltaf hjá.  Þarf bara að vera xtra duglegur að minna á wc þá dagana.

Eigðu ljúfan dag og njóttu kutanna þinna.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 14.9.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Ein-stök

Vá!  Fáránlegt bara!! Ég er bara gáttuð á þessu háttarlagi í leikskólastarfsfólkinu. Í fyrsta lagi finnst mér fáránlegt að setja bleiu á barnið.. bara til að fría sjálfan sig vinnu. Í öðru lagi er þetta með að pissa standandi. Ég er alveg sammála því að konur myndu almennt kjósa þau þægindi ef þær gætu  Jú til eru konur sem hafa komist upp á lag með þetta og að sjálfsögðu er það mun þægilegra en að pissa sitjandi (eins og í gönguferðum uppi á fjöllum). Ég tek undir með JEG að mér finnst ekki eiga að heimta það af þessum litlu guttum að þeir pissi annað hvort sitjandi eða standandi. Það að skylda barnið til að pissa sitjandi er bara hallærislegt.

Ein-stök, 20.9.2008 kl. 01:01

5 Smámynd: Anna

Þið feðgar hafið vonandi fundið  ævintýri í votri borginni. Vonandi lesum við fallegt ævintýrablogg á næstunni Júdas

Anna, 24.9.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband