Júdas er alltaf eins

     Auðvitað vaknaði ég gamlinginn kl 5 í morgun.  Það er alltaf þannig að ef eitthvað mæðir á mér fer allt af stað.  Stundum þarf ekki nema eina setningu í vinnunni og hún eltir mig í tvo daga með endalausum vangaveltum um það hvort ég sé á réttri leið eða ekki.  Ég er formfastur og fylgi sannfæringu minni hvort sem er í vinnu, uppeldi eða kaffiuppáhellingum.  Ekki það að ég geti ekki breytt út af vana því þetta snýst ekki um vana.  Ég á bara erfitt með að fara leiðir sem ég hef ekki trú á.  Þegar ég hugsa um þetta sem ég var að skrifa rétt í þessu finnst mér jafnvel að þetta snúist ekki um leiðir heldur það hvort ég sé skóaður eftir minni sannfæringu eða annarra á leið sem mér er ætlað að fara.  Líklega á það betur við.  Ég tel mig geta hellt upp á kaffi en vil nota mína aðferð.  Væri jafnvel til í aðra aðferð en vil þá fara af stað í það með minni kaffitegund.  Gæti ef á mig væri gengið haft tegundina aðra en ætla mér að nota minn eigin bolla sem ég bloggaði um í september 2007 og segi óhikað skoðun mína á tilrauninni ef á mig verður gengið.  Ég tel mig geta tekið allskyns verkefni að mér sem jafnvel eru einhverjar skorður settar en vil þó fylgja í því ákveðnum eigin prinsippum sem ég trúi á og tel mig hafa náð árangri í að nota við stjórnun.  Af hverju ég er að skrifa þetta núna?  Líklega vegna þess að ég vaknaði kl 5 í morgun með orð vinnufélaga og aðfinnslur á bakinu og var í þungum þönkum út af því. 

 

     Jæja nú er komið ár frá því ég byrjaði að blogga og andinn ekki verið yfir mér upp á síðkastið.  Komnar eru 229 færslur sem eru 19 færslur á mánuði að meðaltali.  Þeim dyggu bloggvinum sem hafa nennt að lesa þessar eilífu vangaveltur um sömu hlutina aftur og aftur og ekki orðið vitni að neinum árangri í leit minni að einhverju, sendi ég afsökunarbeiðni en svona er ég bara og allar líkur á að nýtt blogg ár verði með svipuðum hætti og svipuðum vangaveltum um svipaða hluti með svipuðum árangri.  Aumkunarverðir broskarlar eru vel þegnir en skyldurækni s komment  samt óþörf.  Ekki svo að skilja að mér leiðst kommentin þótt ég sé seinn til svars.  Alls ekki.  En öll vorkunn er óþörf því ég hef það mjög gott.  Mér þykir vænt um bloggvinina og klárt mál að kærir bloggvinir eru fleiri en þeir sem klappa mér á bakið utan bloggheima.  Vonandi hef ég ekki sært neinn en ferlega fer ég í skapið á mér.

 

Nú er skólinn kominn á fullt og eins og í fyrra er ég svolítið klaufalegur í að samræma skólann og kútauppeldið en ég held samt að það sé að koma.  Um kútana ætla ég að blogga í kvöld þegar ég verð upplagðari og kátari.

 

Haustið er samt fallegt, rigningin og rokið þjappa okkur saman og því hlakka ég til næstu mánaða.

 

Njótið dagsins kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Haustið er yndislegt og skyldurækni er eitthvað sem ég nota bara á aldraða móður mínaÉg sakna þess að geta ekki lesið vangavelturnar þínar oftar og finnst æðislegt að fá að fylgjast með ykkur þremur kútunumEigðu góðan dag og fyrir alla muni fylgdu þinni eigin sannfæringu drengur, það virkar best af því að þetta er þitt líf og vinna, ekki einhvers vinnufélagansFaðmlag frá mér inn í daginn

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég skil þig mjög vel, ég vill gera mína hluti á minn hátt. Ég get reyndar verið ógó stjórnsöm og reyni að troða mínum aðferðum upp á aðra, gengur misvel

Mér finnst alltaf gott að kíkja hér inn, stundum brosi ég, stundum færðu mig til að hugsa og oftast ef ekki alltaf fæ ég il í hjartað.

Eigðu góðan dag.

Sporðdrekinn, 2.9.2008 kl. 15:08

3 identicon

Hjúkk...hélt að Júdas væri búinn að gefast upp á blogginu, en gleðst yfir áframhaldandi færslum og ekki efast um eigið ágæti, ert klárlega einn af þeim allra ljúfustu

Salka (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Sporðdrekinn

 væri ég þá með fót á hjartanu?, held að það gæti orðið sárt. Þetta á að vera "yl" eins og að "Ylja"

Sporðdrekinn, 2.9.2008 kl. 21:42

5 identicon

...farin að sakna...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: JEG

Innlitskvitt og kveðja úr sveitinni.

Og mér finnst bara kurteisi að kvitta fyrir inniltið.  En hingað inn kíki ég oft enda ljúfar færslur frá greinilega ljúfum manni.

Eigðu ljúfa viku.

JEG, 3.9.2008 kl. 00:23

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert kostulegur Júdas...
Ég ætti að taka saman tölfræðina á mínu bloggi og sjá hversu margar færslur hafa verið skrifaðar þar um nákvæmlega það sama... ég mun önuglega eiga vinninginn við þig. 
Hlakka til að fá kaffiuppáhelling

Linda Lea Bogadóttir, 3.9.2008 kl. 16:57

8 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hehe önuglega... átti að vera örugglega (hlátur)

Linda Lea Bogadóttir, 3.9.2008 kl. 16:57

9 Smámynd: Rebbý

því að breyta því sem gott er?   mér finnst þú fínn eins og þú ert og hef ótrúlega gaman að því að hlusta á þessar hugrenningar þínar, þær kveikja oft upp hugrenningar hjá mér þó þær lendi sjaldnast á netinu þó
til lukku með árið

Rebbý, 4.9.2008 kl. 00:08

10 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

... koma svo Júdas

Linda Lea Bogadóttir, 9.9.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er farin að sakna þess að lesa ekkert frá þér, svo ég tók það ráð að klukka þigÞú veist að maður skorast ekkert undan

Jónína Dúadóttir, 10.9.2008 kl. 07:33

12 identicon

Oooo, ég hreinlega elska bloggin þín, takk fyrir þau

Litla konan (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband