Ég boða nýjan dag

     Það er eins og bókin hafi verið opnuð aftur.  Bókamerkið fundið og hún opnuð á hárréttum stað og jafnvel á besta stað í bókinni þótt það verði auðvitað ekki vitað fyrr en síðar.  Ef þetta væri teiknimynd er ég sannfærður um að það hefð komið söngatriði og litskrúðug blóm og regnbogar flætt yfir skjáinn.  Í söngleik hefðu sennilega allir leikararnir stormað á sviðið í fjöldasöng og dansatriði, fólk faðmast og  Í leikinni mynd hefðu vafalaust komið tár í augun á margri konunni en við karlmenn hefðum bara fengið kökk í hálsinn og sagt eitthvað svalt með tvíræðan húmor til að halda „svalanum“ sem við erum svo háðir.  Þótt margt hafi verið sagt og skrifað í djúpum hugsunum og vangaveltum um lífið og tilveruna er það alveg ljóst í mínum huga að örlítil áhætta og jafnvel kæruleysi geti verið þess virði.  Við vitum hvort sem er ekkert um framtíðina og það að ætla alltaf að stíga skrefin, bakka svo og skoða sporin rækilega og íhuga það hvert þau gætu leitt mann og hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér að stíga þau áfram í þessa átt gæti leitt til þess eins að hvert skerf yrði  ógn við sjálfa gleðina sem fylgir því að geta tekið ný skref og notið alls þess sem nýir hættir, nýtt umhverfi og nýir staðir í lífinu hafa upp á að bjóða.  Við getum jafnvel gengið yfir grýtt land en notið þó umhverfisins og útsýnisins, sagt við okkur sjálf sem og aðra  „sjáið fjallið, þarna fór ég“  , því auðvitað spretta ekki blóm í hverju spori en við getum þrátt fyrir það notið lífsins og fundið gleðina í hjarta okkar.

    

     Fyrirhyggja skilgreind af særðum einstaklingi getur því farið út í þær öfgar að vera ógn og óhamingja en ekki sú stoð sem henni var ætlað í fyrstu að vera.   Ég fullyrði líka að seinna meir þegar um hægist og aldurinn segir til sín sé mikil gleði fólgin í því,  svo ekki sé talað um innlegg í reynslubankann, að geta litið til baka og séð þessi teknu spor frekar en að líta til baka og sjá bara ónotaða skó sem aldrei var farið í og engin spor tekin. 

     Fegurð hvers dags er nefnilega ekki það sem við sjáum þegar við lítum út um gluggann heldur það sem við finnum innra með okkur þegar við horfum út um hann. 

Ég rifja upp sem fyrr gamlar vangaveltur frá því í nóvember í fyrra en þá var staðan önnur.

 

 Nýr dagur og nýjar vonir.   Ef til vill er þetta dagurinn...................dagur efnda.  Kúturinn fer til mömmu sinnar í dag svo þetta gæti orðið dagur saknaðar eða dagur biðar.  Tæplega verður þetta dagur hryggða því hún hefur verið fjærri mér undanfarði og þar af leiðandi verður þetta ekki dagur depurðar því þær vinkonur haldast gjarnan í hendur.  Dagur ótta verður þetta ekki því hvað ætti ég að óttast og ekki sé ég fyrir mér dag skelfingar þótt vafalaust sé hann það einhversstaðar.  Dagur mæðu verður þetta ekki og dagur böls varla heldur því böl hefur verður blessunarlega fjærri mér alla tíð, og dag erfiðleika óttast ég ekki.  Í erfiðleikum hefur hinn þriðji óslítanlegi þráður haldið tilverunni í samhengi og reikna ég með því að svo verði áfram.  Varla dagur dulúðar því flestir hlutir eru ljósir eða hafa verið gerðir það.  Dagur væntinga verður þetta ekki því hvers ætti ég að vænta á degi eins og þessum?    Getur verið að þetta séu alltaf sömu vonirnar og þá spyr maður sig hvort verið geti að þetta sé alltaf sami dagurinn!   Við feðgar eldri göngum vængbrotnir inn í þessa helgi eins og fleiri......en ég valdi það og stend við það................................“ 

 

Ég boða því nýjan dag,  nýjan yndislegan dag.  Nýjan dag hjá okkur kútum.

 

Njótið dagsins og skrefanna.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært

Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 24.11.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Anna

Eins og kemur fram hjá þér þá er auðvitað ekki allt fyrirséð og nauðsynlegt að taka einhverja áhættu í lífinu. En bókamerki eru góð, sérstaklega þegar þau vísa manni á hárrétta kafla í bókinni góðu.  Annars....alltaf gaman að kíkja á síðuna þína

Anna, 27.11.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Ein-stök

Mikið hljómar þetta vel  Ég hlakka til að komast á þennan stað.

Ein-stök, 4.12.2008 kl. 12:32

5 identicon

Sakna þess virkilega að geta ekki lesið pistla frá þér "júdas". Það er eitthvað svo mikil værð og ró í þessum skrifum þínum.

Eitthvað sem við almúginn þurfum sárlega á að halda á þessum síðustu og verstu tímum.

bára klára (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Ein-stök

Gleðileg kúta-jól Júdas minn. Ekki ertu hættur að blogga? Þín er sárt saknað kæri bloggvinur.

Ein-stök, 24.12.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 48632

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband