Júdas finnur ilminn út um allt

     Það er óvenjulega langt síðan ég bloggaði síðast eða 9 dagar og ég hef svo sem ekki neinar útskýringar á því.  Þetta er kútalausa vikan mín og ég ferskur upp fyrir haus búinn að æfa mikið og stíft en því fylgir svo mikil vellíðan.  Það eru margir í sumarfríum í vinnunni og því gott að mæta í Laugar eftir vinnu og taka góða tveggja tíma æfingu, finna stressið líða úr sér og vellíðunartilfinningu streyma um sig.  Þvílík sæla. Svona okkar í milli sagt hefur það blundað í mér að trimma upp á hana Esju í ágúst og því hef ég verið að færa mig yfir á klifurvélina af skíða og hlaupabrettunum en held þó óbreyttir stefnu í lóðum og vélum.

     Við vorum báðir að vinna um helgina ég og eldri kúturinn en hann kom glaður heim á miðvikudag eftir vel heppnaða ferð í Þorpið með kærustunni.  Hann náði að hitta móður sína þrisvar til fjórum sinnum og náði úr sér mestu gremjunni sem farin var að blunda í honum. Hann er farinn að hlakka til skólans og markmiðum rignir yfir mig.  Hún var góð að venju kútavikan sem lauk á föstudag.  Við röltum um einmana borgina og spor okkar lágu víða.  Húsdýragarðurinn stóð fyrir sínu og þar bögglaði Júdas sér inn í barnajárnbrautarlest að beiðni kútsins sem lét sér ekki eina ferð duga en og vildi hafa pabbann með í þessu.  Vinurinn byrjaði á leikskólanum aftur á þriðjudag og þar skyldi ég hann eftir með tárin í augunum sem breyttust þó í gleðitár því hann var himinlifandi glaður og vildi varla hætta leik þegar ég náði í hann.  

Það hefur verið mikil værð í mér þrátt fyrir stressið í kringum mig og eitthvað innra með mér segir mér að ég sé jafnvel tilbúinn.  Tilbúinn í hvað?  Tilbúinn í eitthvað? Tilbúinn í önnur spor? Eða kannski bara tilbúinn í einveru annan vetur?  Ég er ekki frá því að ein af sporunum sem á vegi okkar urðu um helgina væru múmínspor en hvað veit ég?  Júdas finnur ilminn út um allt og það eina sem hann gerir er að njóta hans og láta þar við sitja. Sumir breytast lítið og aðrir ekki neitt.  Júdas er samur við sig....

  

Vonirnar koma og hverfa

hverfa og koma í ný.

Í kvöld sá ég sólbjarta svani

sveima‘ upp við gullofin ský.

 

Þeir hurfu sem dýrlegir draumar

út í dimma hvelfingu blá.

Ég var eins og ókunnur gestur

með ást mína, löngun og þrá.

Þýtt-Þorst.Sveinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Kom bara vid til ad segja: Hae!

Sporðdrekinn, 12.8.2008 kl. 03:32

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið er notalegt að lesa svona fallegan pistil í morgunsárið og finna hvað þú ert sáttur við sjálfan þig og lífiðEn segðu mér, ætlarðu í alvöru að hlaupa upp á Esjuna ??? Vá... ég labba ekki einu sinni á fjöll.....

Gott að fá þig aftur minn kæri

Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 06:19

3 Smámynd: Rebbý

Gott að fá aftur að heyra af þér .... með því fáa sem er fastur partur af deginum mínum innan bloggheimsins er að tékka á nýjum færslum frá þér því þær gefa okkur hinum helling.

Rebbý, 12.8.2008 kl. 14:33

4 identicon

Kæri Júdas.. alltaf er jafn gott að kíkja hingað við á þig.. Það var rigning í dag og ég hugsaði til þín.. :) fyndið hvað lestur þinna færslna nær að vekja forvitni...

Nilla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 48619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband