Rigningagenið fundið

     Við feðgar erum á góðu flugi þessa dagana og við yngri kútur ætlum að leggja í „stutta“  langferð á eftir og eyða deginum í litli fallegu þorpi sem minnir óneitanlega á Þorpið eina en er bara miklu minna.  Bæjarbúar eru með smá hátíðarhöld þessa helgina og minnast fornra húsbænda og þótt undirtónninn sé vinnutengdur verður kúturinn í öndvegi og gleðin við völd. Við látum rigningarspá ekkert á okkur fá því við kútar höfum aldrei þurft sól til að gleðjast yfir veðrinu eins og bloggvinaþjóð veit.  Litli kútur virðist hafa fengið rigningagenið frá föður sínum og gleðst með honum þegar fagrir dropar falla niður og næra bæði menn og gróður, sussa á stress og hávaða  og svæfa fallega borgina sem og allt sem þeir falla á.  Þegar hann situr í hásætinu sínu aftur í bílnum, krefst hann þess að glugginn sé opnaður svo hann geti fundið regnið og vill umsvifalaust komast út í polladans.  Hann lætur mig jú líka vita hvenær ég á að kveikja og slökkva á rúðuþurrkunum enda gæti sá gamli auðveldlega gleymt því og eins gott að vera til taks.  Hann stekkur úr leik heima fyrir þegar hann heyrir hina minnstu regndropa droppa á rúðurnar og klifrar upp á stól við gluggann til að horfa á.  Unglingskútur hefur færri orð um þetta nú orðið en gleðst samt með okkur.  Veður virðast hvorki trufla hann né valda einhverjum sveiflum í lífi hans því hann er svo yfirvegaður.  Hann er að vinna þessa helgi en færi líklega ekki með okkur þótt hann væri í fríi. 

Ræktin bíður þó eftir okkur áður en lagt er af stað og Sprotalands er beðið með eftirvæntingu.

 

Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður og notalegur pistillinn þinn í dag

Jónína Dúadóttir, 16.8.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Ég hélt að ég væri sú eina sem væri svo skrýtin að kunna að meta regnið á þennan hátt

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 16.8.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Guðný Bjarna

góður rigningarskúr er ávísun á uppstyttu og endurnæringu..

njóttu vel

Guðný Bjarna, 16.8.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: JEG

Ó mig vantar smá regn í sveitina.  En fæ ekki. 

En gaman að þið eigið sameiginlegt áhugamál í regninu.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 17.8.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Maður fer léttilega á flug inn í daginn með þér Júdas -
Vona að helgin hafi verið ljúf hjá ykkur feðgum

Linda Lea Bogadóttir, 17.8.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 48619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband