Læs á gamlar rætur

     Með gleði í hjarta en brotið bak staulaðist Júdas á fætur í morgun.  Gamli hélt augnablik að hann væri unglamb og náði að ganga fram af sér við æfingar gærdagsins.  Í ofanálag komst lítill kútur að því að pabbinn væri ekki eins frár á fæti og venjulega og var því á harðahlaupum um íbúðina í gærkveldi og nýtti sér þetta til hins ýtrasta.  Furðulegt hvað þau finna þetta á sér og felustaðirnir voru ekki af verri endanum.  Hann vorkenndi mér þó á köflum, strauk mér og breiddi ofan á mig en var með það alveg á hreinu að hann stjórnaði í ástandinu.  Unglingskútur var með þetta alveg á hreinu og stakk upp á að ég fengi mér annað áhugamál sem ég réði við og var þar boccia nefnt ásamt einhverri augnaleikfimi fyrir eldri borgara.

     Skólinn fer að byrja hjá okkur feðgum og satt best að segja er komið haust í huga minn og ég er ekki frá því að gróðurinn í garðinum hjá mér taki undir það sé lesið í hann.  Það er eins og eitthvað seiðandi fylgi haustinu og ég hlakka til þess.   Annar vetur í einsemd hugans blasir við og ekki laust við að ég komi sjálfum mér á óvart en hver veit.  Hvort ég skjóti rótum í einsemd til framtíðar veit ég ekki en það veldur mér þó litlum áhyggjum þessa stundina og ómögulegt að segja til um það hvort gamlar rætur eigi eftir að koma á óvart.  Kútarnir, vinnan og námið ásamt einhverjum æfingum ættu að geta haft ofan af fyrir mér og vonandi kemst ég á skrið í blogglestri en þar hef ég verði einstaklega slappur í sumar. 

Njótið dagsins

 

 

Mestur sársauki fylgir gróðrinum,

hann gerir okkur læs

á gamlar rætur;

þær rísa upp

og fljúga,

en ekki úr augsýn.

 

Laufkrónan snertir ský.

Laufkrónan kyssir fætur okkar.

 

Jóh.Hjálm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Unglingurinn þinn er algert æði... boccia og augnaleikfimi fyrir gamalt fólkHann er greinilega með svipaðan húmor og "sá gamli" og það er góður húmorEigðu góðan dag minn kæri

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Rebbý

sá um helgina ungan pilt aftur í bíl með karlmann undir stýri og galopinn gluggann og hendi út í rigningunni ..... ákvað alveg að þetta væruð þið kútafeðgar
hlakka til haustsins, það er fallegasti tími ársins

Rebbý, 18.8.2008 kl. 08:27

3 identicon

..múmíngustur..

múmínstelpan (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Júdas

Þið eruð ljúfar, ég er viss um að þar voru kútafeðgar á ferð. 

Múmín-haustgustur..........með rigningu kannski?   

Júdas, 22.8.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já þú ert þarna

Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 19:54

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh! já sumarið er horfið hjá með öllum sínum undrum og stórmerkjum eða ekki... Það er bara gott að nú fara fastir liðir eins og venjulega af stað af fullum krafti og þá væntanlega bloggið líka.

Eigðu góðan silfurdag í dag... 

Linda Lea Bogadóttir, 24.8.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 48619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband