Fífan fokin

     Það fór ekki mikið fyrir menningarnóttinni hjá gamla manninum þótt öll skilyrði væru hin ákjósanlegustu.  Kúturinn hjá Ungu konunni, sá eldri með kærustunni, votviðri eins og eftir pöntun, boð í gleðskap með tveimur vinkonum og sms frá þeirri þriðju sem ekki var svarað eins venjulega.  Hvað er að mér?  Þetta getur ekki verið eðlilegt en virðist vera það í huga mínum, allavega á þeirri stundu.  Ég á einrænan gamlan föður sem átti einrænni eldri föður svo þetta hlýtur að liggja í genunum.  Ég hreyfi mig þó reglulega og er sáttur við þessar ákvarðanir þegar þær eru teknar.  Það er ekki fyrr en daginn eftir og ég losa svefn sem ég er ósáttur.  Teygi mig eftir henni en hún er ekki.  Leita ilmsins en finn hann ekki.  Hlusta og heyri ekki andardrátt.  Hlusta aftur og heyri hvorki fótatak né snark í kaffikönnunni.  Ekki einu sinni fuglasöngur eins og hér í denn.  Ferlega er ég þreyttur á mér sumar stundir.  Júdas breytist aldrei!

 

     Skólinn er byrjaður hjá okkur eldri Kútum og væntingarnar miklar.  Kútur vildi borga skólagjöldin sín sjálfur og sagðist vera að þessu fyrir sjálfan sig en ekki mig.   Góður punktur.  Hann henti út tveimur fögum sem ég hafði ráðlagt honum að taka en valdi sér önnur sem hann sagðist hafa áhuga á.  Hann er að verða fullorðinn þessi kútur, það er ljóst og pabbinn er stoltur af honum.    

 

     Ég hlakkaði til haustsins og geri það reyndar enn.  Geta hlustað á vindinn og heyrt í regninu.  Dást að litadýrðinni og minnast sumarsins.  Sumarást fór framhjá mér en ástin á kútunum mínum stendur þó upp úr og það verður hún sem vermir hjarta mitt í haust og vetur.  Vangaveltur um lífið og tilveruna hafa verið sterkar á síðustu vikum og þrautseigja Ungu konunnar hefur truflað mig.  Ég skil ekki af hverju þessi kona er ákveðin í að bíða eftir gömlum manni sem hafnar henni endalaust og leitar hamingjunnar úti í stórri tilveru.  Ef til vill er leitað langt yfir skammt.  Ég taldi mig hafa safnað nægum forða í andans hlöðu en  allt í einu efast ég um það og finnst sumarið hafa liðið allt of hratt.

 

 

Sumarið líður

hraðar og hraðar

 

Hlaða mín er næsta tóm

af vetrarforða

 

Fari sem horfir

verða frostin fyrri til berja

fífan fokin

fjallagrösin ótínd

 

Sárt væri að sitja

með sumartregann einan í hlöðunni.

 

Þóra Jónsd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Haustið er góður tími og þetta er góður pistill

Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 21:54

2 identicon

...ef vel er að gáð eru fallegustu litirnir oft í eigin garði og hamingjan þar á hverju laufi ..

skotheldur pistill eins og venjulega...

múmínkveðja...tja jafnvel bara múmínknús...!

múmínstelpan (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Anna

Fallega orðuð hugleiðing.

Anna, 24.8.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Rebbý

haustið er fallegast tími ársins og gott að það er að bresta á þó þú og fleiri hafi ekki nýtt sumarið eins vel og ætlunin var .... okkar tími mun koma .... kannast vel við að teygja mig í hinn helminginn af rúminu og finna þar bara kalda sæng og stundum vonleysið með henni
mátt svo alveg halda áfram að vera stoltur af stóra kútnum og því að hann sjái um það sjálfur

Rebbý, 25.8.2008 kl. 00:21

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Hér er smá spurning, ég skil vel ef að þú villt ekki svara henni: Þú sagðir hér einhverstaðar að þú hefðir farið frá Ungu konunni af því að þér finnist aldurs munurinn of mikill, er það eina ástæðan? Finnst Júdasi kannski erfitt að finna sér nýja ást af því að sú gamla er enn til staðar?

Ég skil Ungu konuna kannski pínulítið betur en ég vildi og því spyr ég.

Sporðdrekinn, 25.8.2008 kl. 01:37

6 Smámynd: JEG

Lífið er flókið spil það verður ekki annað sagt. 

Kveðja úr sveitinni til þín Kútur.

JEG, 26.8.2008 kl. 00:20

7 Smámynd: Brattur

... sumarið líður alltaf of hratt... maður verður bara hissa þegar allt í einu er kominn september... ...vetrarmánuðirnir eru langir... lífið heldur áfram; í staðinn fyrir létta skó og bol notar maður kuldaskó og úlpu... og nýtur þess að vera til...

Brattur, 27.8.2008 kl. 20:26

8 identicon

..oo kíkti hér inn með von í hjarta...

múmínkveðjur..

múmínstelpan (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:27

9 Smámynd: Guðný Bjarna

...skyldi þó ekki vera að fífan hafi fokið í hlöðuna hans Júdasr og hann sé upptekinn að hagræða fyrir veturinn.......... nú eða hann hafi farið á grasafjall...??

alla vega sakna ég bloggsins hans

Guðný Bjarna, 1.9.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 48619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband